Erla Lilliendahl

Um mig / about image
Ég er sjálflærð og hef undanfarin ár verið að prófa mig áfram bæði í gerð þrívíðra verka og olíumálun. Í verkunum mínum nýti ég oft ýmislegt sem fær að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga, s.s brotnar styttur, slitið skart og gamla ramma og hluti sem mega muna fífil sinn fegri.
Ég hef líka unnið töluvert af digital klippimyndum og þar fær áhugi minn á hinu skrýtna og óvenjulega oft að njóta sín. Ég hef komið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina og er alltaf spennt fyrir því að vinna með skapandi fólki. Ég hef unnið við uppsetningu og útlit á tónleikum, útbúið auglýsingaefni, komið að kvikmyndagerð sem listrænn stjórnandi, hannað leikmuni, séð um farðanir fyrir fjölbreytt tilefni, viðburðahönnun- og upplifun og svo mætti lengi telja :)

Ef þú ert með verkefni sem minna krafta gæti notið við, ekki hika við að hafa samband :) erla1001@gmail.com
Instagram: darknessbecomesherart

I´m a self-taught artist and in the last few years I have been experimenting with mixed media art and oil painting. I love using recycled material in my work, such as broken figurines, discarded jewelry and vintage frames.
I´ve also done quite a bit of digital collages where my interest in the odd and unusual shines through. I´ve worked on an array of projects including; designing concert stages and advertising material. I´ve worked in film ( art department, makeup and props ) and designed and coordinated different types of events.
I´m always looking for projects where i get to work with interesting creative people :)
If you want to know more or have any questions, please don´t hesitate to drop me an email :) erla1001@gmail.com
Instagram: darknessbecomesherart
Draumar, Konur & Brauð

Draumar, Konur & Brauð

12.7.2023

Kvikmyndin Draumar, Konur & Brauð fór í tökur í maí og júní 2023. Aðkoma mín að verkefninu var í formi listrænnar stjórnunar, umsjón leikmuna og förðun. Þetta var gríðarlega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli og ég vona svo sannarlega að fleiri svona verkefni komi til mín :) Ég bæði bjó til, og sá um að útvega leikmuni fyrir þetta fjölbreytta verkefni og meðal annars gerði ég kökurnar sem spila stórt hlutverk í myndinni. Það tók töluverða tilraunastarfsemi til að finna út hvernig best var að gera þær, en með góðri hjálp tókst mér ( vonandi ) að gera þær raunverulegar.

Read More
Candyfloss

Candyfloss

6.5.2020

Sýningin "Candyfloss" opnar formlega í Gallerý Grásteini laugardaginn 17.júlí!

Read More
Opnunarteiti Candyfloss

Opnunarteiti Candyfloss

26.7.2021

Sýningin opnaði á sólríkum laugardegi og voru hátt í 100 manns sem komu og litu við. Takk fyrir komuna!

Read More
Candyfloss - framlenging!

Candyfloss - framlenging!

27.7.2021

Sýningin Candyfloss hefur verið framlengd um nokkra daga! Enn er tækifæri til að líta við og berja sýninguna augum. Verið velkomin!

Read More
Tinder Gull - opnun 22.ágúst 2022

Tinder Gull - opnun 22.ágúst 2022

9.8.2022

Málverkasýningin Tinder Gull opnar 22. ágúst í Lólu Flórens, Garðastræti, og stendur til 1.september. Á sýningunni verða portrett verk af 20 Tindermönnum, ásamt gullkornum þeirra og speki. Formleg opnun er á fimmtudeginum 25.ágúst og eru allir hjartanlega velkomnir :) Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/454913639833994

Read More

Hvernig kaupi ég verk af síðunni?

 Best er að hafa samband í gegnum skilaboð;  erla1001@gmail.com með upplýsingum um hvaða verk þú hefur áhuga á. Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu geturðu nálgast það beint hjá mér, annars get ég sent það í pósti. Greiðsla fer fram með millifærslu eða greiðslu við afhendingu. 

How do i make a purchase ?

If you are interested in any of the available paintings ( request a quote for shipping ) or digital prints, please contact me directly at; erla1001@gmail.com. If your are situated in Reykjavík you can pick up your purchase from me, or have it shipped to you . Shipping is free ( digital prints - no frame )



Payment options: direct bank transfer
( erla1001@gmail.com)

Candyfloss

Candyfloss

6.5.2020

Sýningin "Candyfloss" opnar formlega í Gallerý Grásteini laugardaginn 17.júlí!

Read More
Opnunarteiti Candyfloss

Opnunarteiti Candyfloss

26.7.2021

Sýningin opnaði á sólríkum laugardegi og voru hátt í 100 manns sem komu og litu við. Takk fyrir komuna!

Read More
Candyfloss - framlenging!

Candyfloss - framlenging!

27.7.2021

Sýningin Candyfloss hefur verið framlengd um nokkra daga! Enn er tækifæri til að líta við og berja sýninguna augum. Verið velkomin!

Read More